Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Danarfregnir og jarðarfarir

Ástkær kisinn okkar, Gissur Gettókisi Thoroddsen, lést aðfararnótt miðvikudagsins 23. nóvember á dýraspítala þeim er kenndur er við Dagfinn Dýralækni við Skólavörðustíg. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans faðmið völu næst þegar þið hittið hana.
Sigrún Vala Þorgrímsdóttir og Þórgnýr Thoroddsen.
Já, eftir þriggja daga veikindi, sem lílkega stöfuðu af eitrun, dó hann Gissur okkar. Þess vegna sit ég hér heima hjá mömmu og sötra kaffi og blogga því ég treysti mér ekki til að æfa mig. Ég brest alltaf í grát. Ég hef ekki grátið jafn sárt og rétt áðan síðan... ég man ekki einu sinni síðan hvenær.
Já, fyrst er manni sparkað úr hljómsveitinni sinni og svo þetta... af hverju gerast svona hlutir alltaf allir í einu?


skrifað af Runa Vala kl: 15:13

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala